Dagana 19. – 20. apríl síðastliðinn fóru um 160 börn á aldrinum 9-12 ára í vorferðir yngri deilda KFUM og KFUK. Farið var í Vatnaskóg og á Hólavatn.

Ferðirnar mörkuðu lok vetrarstarfs KFUM og KFUK í deildarstarfinu okkar. Veturinn hefur verið spennandi og lærdómsríkur og stútfullur af fræðslu, skemmtun og samveru. Í Vatnaskóg fóru deildir af höfuðborgarsvæðinu, Keflavík, Grindavík, Njarðvík og úr Borgarnesi en á Hólavatn fóru börn frá Akureyri.
Dagskráin var þétt og má þar nefna, brjóstsykursgerð, orrustu, íþróttir, spil, fræðslu, leikrit, kvöldvöku, Guðs orð, söng, útiveru og síðast en ekki síst ævintýraratleik.

Það voru glaðir krakkar sem tóku þátt í þessu móti enda yfirskrift þess ,,Fögnum og verum glöð.“