Aðalfundur KFUM og KFUK var haldinn laugardaginn 13. apríl á Holtavegi 28.

Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf.  Ungmennaráð KFUM og KFUK á Íslandi kynnti umræður frá öðru Landsþingi unga fólksins sem fór fram í Vatnaskógi í febrúar 2013.  Einnig voru ný lög fyrir sumarbúðirnar Ölver samþykkt.  Ný stjórn var kjörin, en stjórnina skipa: Auður Pálsdóttir, Anna Elísa Gunnarsdóttir, Gísli Davíð Karlsson,  Jónína Erna Arnardóttir, Óskar Birgisson, Páll Ágúst Ólafsson, Sveinn Valdimarsson og Þórunn Arnardóttir.   Daria Rudkova og Hreinn Pálsson sitja sem varamenn í stjórn.

Gott andrúmsloft ríkti á fundinum sem var gagnlegur en um leið notalegur.