Þriðjudagskvöldið 16. apríl verður AD KFUK fundur með öðru sniði en venjulega. Að þessu sinni verður hann haldin í Basarnum, nytjamarkaði Kristniboðssambandsins í Austurveri við Háaleitisbraut.

Húsið opnar 19:30. Um 20:00 hefst tískusýning á léttum nótum á fatnaði og fylgihlutum sem fást á Basarnum. Karl Jónas Gíslason og Ragnheiður Guðmundsdóttir munu taka á móti okkur fyrir hönd Basarsins. Söngur, spjall og hugvekja.

Léttar veitingar á 500 kr. og 50% afsláttur af nytjamarkaðsverði þetta kvöld. Allar konur eru hjartanlega velkomnar.