Aðalfundur verður haldinn á morgun, laugardaginn 13. apríl á Holtavegi 28.

Húsið opnar 10:30, en þá verður heitt á könnunni og kjörgögn afhent. Fundurinn hefst svo kl. 11:00.
Á fundinum fara fram venjuleg aðalfundarstörf. Ungmennaráð KFUM og KFUK á Íslandi mun kynna umræður frá öðru Landsþingi unga fólksins sem fór fram í Vatnaskógi í febrúar 2013. Einnig verða borin til samþykktar ný lög fyrir starfstöð KFUM og KFUK á Íslandi, sumarbúðirnar Ölver og ný stjórn kosin.

Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna á aðalfundinn og taka þátt í aðalfundarstörfum.