Síðastliðið föstudagskvöld var líf og fjör í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi.  Þar sem námskeiðið Kristið líf & vitnisburður var haldið fyrir unga fólkið okkar.  Þátttakendur komu meðal annars úr starfi starfi KFUM og KFUK, Kristskirkjunni og Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu.   Þetta námskeið verður haldið þrjú föstudagskvöld í apríl og var þetta það fyrsta.  Næstu námskeið ætluð unga fólkinu eru 19. apríl og þann 26. apríl á Holtavegi og hefjast 19:30. Kvöldið innihélt fræðslu, lofgjörð og samfélag og var til fyrirmyndar í alla staði.

Námskeiðið Kristið líf og vitnisburður er hugsað sem undirbúningsnámskeið fyrir Hátíð Vonar sem haldin veður í haust.    Áherslan á námskeiðinu er að efla trúarlíf hvers og eins og hjálpa fólki að tala við aðra um trú sína.   Reynslan sýnir að þáttaka í þessu námskeiði skilar virkara safnaðarlífi.

Við hvetjum alla félagsmenn til þess að sækja þetta námskeið, sem kennt er víðs vegar um landið um þessar mundir.  Námskeiðin eru öllum opin og kosta ekkert.

Allar upplýsingar er að finna á www.hatidvonar.is