Í byrjun aprílmánaðar kom ársskýrsla KFUM og KFUK fyrir starfsárið 2012-2013 út. Skýrslan hefur verið send til allra félagsmanna, og fleiri viðtakenda.
Skýrslan gefur yfirlit yfir starfsemi félagsins á liðnu starfsári og felur í sér fróðleik, umfjöllun og myndir frá starfsstöðvum félagsins, æskulýðsstarfi, fjölskyldu- og fullorðinsstarfi, fræðslustarfi, leikjanámskeiðum, alþjóðastarfi, og umfjöllun um útgáfu-og kynningarmál, fjármál, innlend samstarfsverkefni og forystu.
Ársskýrslan er aðgengileg á rafrænu formi hér á heimasíðu félagsins. Það er von starfsmanna að ársskýrslan veiti greinargóðar upplýsingar um starfsemi félagsins og starfsstöðva þess á liðnu starfsári.