Þriðjudagskvöldið 2.apríl verður AD KFUK fundur á Holtavegi 28 kl. 20:00.

Yfirskrift: Við getum haft áhrif á heiminn. Um alþjóðastarf KFUM og KFUK.

Upphafsorð og bæn: Anna Elísa Gunnarsdóttir, alþjóðaráði KFUM og KFUK
Um efni fundarins sjá Bára Sigurjónsdóttir og Kristín Sveinsdóttir.

Bára Sigurjónsdóttir var valin sem fulltrúi Heimssambands KFUK á ráðstefnu um ungt fólk í Balí í Indónesíu. Bára segir frá þátttöku sinni í ráðstefnunni og umfjöllunarefni hennar.
Kristín Sveinsdóttir var valin af Heimssambandi KFUK til að taka þátt í námskeiði sem fram fór í Seoul í Kóreu og fjallaði um ofbeldi gegn konum og friðarmál. Kristín segir frá þátttöku sinni í námskeiðinu.

Hugleiðing: Tinna Rós Steinsdóttir, formaður alþjóðaráðs KFUM og KFUK.

Allar konur eru hjartanlega velkomnar.