Í dag barst KFUM og KFUK á Íslandi viðurkenning fyrir að hafa náð að virkja flesta miðað við höfðatölu  í Heimsáskorun KFUM „Skjóttu á körfu“ þann 13. október á síðasta ári. Viðurkenningin er undirrituð af framkvæmdastjóra Heimssambands KFUM, Johan Vilhelm Eltvik. Alls tóku um 80 lönd þátt í áskoruninni og er það skemmtilegt að við í KFUM og KFUK á Íslandi skulum hafa náð þessum merka áfanga. Það hefði ekki verið hægt nema vegna þess að leiðtogar, börn og unglingar úr starfi félagsins víðs vegar um land lögðust öll á eitt og virkjuðu fjöldann allan af fólki til þátttöku í heimsáskoruninni. Til hamingju kæru félagar og takk fyrir ykkar frábæra framlag.