Sunnudagskvöldið 24. mars verður samkoma á Holtavegi 28 kl. 20.
Á samkomunni verður breyting frá áður auglýstri dagskrá. Kor Major frá KFUM og KFUK í Noregi mun heimsækja samkomuna.Kórinn mun syngja nokkur lög fyrir samkomugesti og hafa nokkra vitnisburði. Að auki mun hljómsveitin Tilviljun ? syngja og leika undir almennan söng. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Frekari upplýsingar um Kor Major er hægt að nálgast á heimasíðu KFUM og KFUK í Noregi: http://kfuk-kfum.no/side1381