Í ljósi aukinna umsvifa alþjóðaráðs KFUM og KFUK hefur verið ákveðið að bæta við einum einstaklingi í hópinn. Alþjóðaráð leitar eftir áhugasömum einstaklingi til að starfa í ráðinu í að minnsta kosti eitt ár og hvetur leiðtoga og aðra áhugasama innan félagsins að sækja um.

Skilyrði sem umsækjandi þarf að uppfylla:
– Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára.
– Umsækjandi þarf að vera áhugasamur og samviskusamur.
– Umsækjandi þarf að hafa góð tök á ensku.
– Umsækjandi þarf að vera tilbúinn að taka þátt í reglulegu fundahaldi og tölvupóstsamskiptum.
– Umsækjandi þarf að vera viljugur að taka að sér verkefni á vegum ráðsins.
Tekið skal fram að starf alþjóðaráðs er sjálfboðastarf.

Setan í alþjóðaráði er skemmtileg og góð stemning er innan ráðsins. Að jafnaði er hittst á nokkra vikna fresti og farið yfir stöðu mála.

Um alþjóðaráð:
Innan KFUM og KFUK á Íslandi starfar Alþjóðaráð sem leitast við að efla starf KFUM og KFUK á Íslandi á alþjóðavettvangi með þátttöku í námskeiðum, ráðstefnum og öðrum verkefnum sem bjóðast. Ráðið leitast við að auglýsa þau verkefni sem eru í boði og hefur eftirlit með styrkumsóknum fyrir einstök verkefni.
Ráðið leitast við að gera alþjóðlegt starf félagsins sýnilegt og auka þannig meðvitund fólks um að KFUM og KFUK er hluti af stærri heild á heimsvísu.

Frekari upplýsingar um starf alþjóðaráðs má finna hér:

ATH! Umsónarfrestur rennur út sunnudaginn 31. mars 2013.

Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi mun fara yfir umsóknirnar og velja úr. Allir umsækjendur verða látnir vita hvort þeir hafi orðið fyrir valinu eða ekki.

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum hafið samband við Birgi með tölvupósti á birgir(hjá)kfum.is.

Umsókn um setu í alþjóðaráði KFUM og KFUK á Íslandi

[form althjodarad]