Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem koma að uppeldi barna og ungmenna.

Farið verður yfir hvernig bregðast eigi við vanrækslu og/eða ofbeldi gegn börnum og unglingum. Námskeiðið er byggt á bókinni Verndum þau. Höfundar bókarinnar þær Ólöf Ásta Farestveit og Þorbjörg Sveinsdóttir kenna á námskeiðinu. Ólöf Ásta er uppeldis- og afbrotafræðingur og Þorbjörg er með MA í sálfræði. Báðar starfa þær í Barnahúsi og hafa mikla reynslu af barnaverndarmálum.
Á námskeiðinu er farið yfir:

 

  • Tilkynningaskyldu starfsmanna sem vinna með börnum og unglingum.
  • Líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu hvers konar.
  • Úrræði sem í boði eru í samfélaginu fyrir börn og unglinga sem eru þolendur ofbeldis.

Næsta námskeið verður haldið 21. mars kl. 18.00 – 21.00 í  Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123, 110 Reykjavík.
Skráning og upplýsingar eru í síma 588-8899 eða hjá petra@kfum.is.
Skráningafrestur rennur út 20. mars kl. 16.00.

Allir sjálfboðaliðar félagsins eru hvattir til að mæta.