Sunnudagskvöldið 17. mars verður samkoma á Holtavegi 28 kl. 20.

“Athos“ kvöld. Björgvin Þórðarson og Lárus Marínusson mun segja frá ferðum sínum til Athos sem er sjálfstætt ríki munka Austurkirkjunnar í Grikklandi. Athos er staður sem hefur verið til í meira en eitt þúsund ár og er helgaður heilagri Guðsmóður.  Þeir munu segja frá í myndum og tali, lesa ritningarlestra, kveikja á reykelsi og hafa afar litla birtu.  Íkonar verða á staðnum og fólk getur gengið á milli þeirra og skoðað.

Boðið verður upp á blessun með olíu sem kemur frá þessum heilaga stað.

Allir eru hjartanlega velkomnir.