Fimmtudagskvöldið 14. mars verður AD KFUM fundur á Holtavegi 28 kl. 20.
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður segir frá upplifun sinni af Ólympíuleikunum í London 2012.
Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur stjórnar fundinum og hefur hugvekju.
Kaffi og kaffiveitingar í lok fundar.
Allir karlar eru hjartanlega velkomnir.