Opið kynningarkvöld um styrkumsóknir í Æskulýðssjóð verður haldið í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 miðvikudaginn 13. mars kl. 18.30-20.00, en næsti umsóknarfrestur í sjóðinn er 1. apríl. Jóhann Þorsteinsson, sviðsstjóri æskulýðssviðs KFUM og KFUK, mun kynna þá möguleika sem felast í sjóðnum og vonandi geta leiðtogar í æskulýðsstarfi og forsvarsfólk starfsstöðva nýtt sér upplýsingarnar en vonir standa til að fjölga megi styrkumsóknum frá KFUM og KFUK til sjóðsins. Boðið verður upp á aðstoð við að skrá sig inn á umsóknarvef Menntamálaráðuneytisins og til greina kemur að klára einhverjar umsóknir í sjóðinn eða sameinast um nýjar hugmyndir.