Alþjóðaráð KFUM og KFUK hvetur leiðtoga og aðra áhugasama innan félagsins að sækja um námskeið fyrir frumkvöðla og mikla leiðtoga í Helsinki í Finnlandi.

Nafn viðburðar: WNYLE International Workshop 2013
Skipuleggjandi: World Network of Young Leaders and
Entrepreneurs (WNYLE)
Dagsetning: 20. – 23. maí 2013
Staðsetning: Helsinki, Finnlandi
Fjöldi fulltrúa frá KFUM og KFUK á Íslandi: 1
Kostnaður sem fellur á þátttakanda: 10.000 kr. umsýslukostnaður og einnig sá hluti ferðakostnaðar sem er yfir 300 €, ef við á.
Aldurstakmörk: 18 – 29 ára.
Nánari upplýsingar:
Námskeiðið er haldið af WNYLE þar sem 50 ungmenni frá Norðurlöndunum, Eystrasaltsríkjunum og nokkrum öðrum ríkjum koma saman. Ungmennin eru öll leiðtogar og hafa hæfileika til frumkvöðlastarfs. Tilgangurinn er að rækta og auka leiðtogahæfileika þátttakenda og að þau myndi tengsl hvert við annað. Ætlunin er að námskeiðiði verði hvetjandi fyrir unga fólkið til að hrinda af stað góðum verkefnum í sínum samfélögum.

Á þátttakanda fellur 10.000 kr. um sýslugjald. Ferðakostnaður til og frá Helsinki að hámarki 300 € er endurgreiddur. Ef ferðakostnaður er meiri, fellur viðbótin á þátttakanda. Fæði og upphaldi í Helsinki er greitt af skipuleggjendum.

ATH! Umsónarfrestur rennur út föstudaginn 15. mars.

Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi mun fara yfir umsóknirnar og velja úr. Allir umsækjendur verða látnir vita hvort þeir hafi komist að eða ekki. Að lokum mun KFUM og KFUK sækja um að fá að senda viðkomandi einstaklinga á námskeiðið.
Þegar farið er í gegnum umsóknir sem berast fyrir þátttöku á viðburðum erlendis á vegum Alþjóðaráðs KFUM og KFUK á Íslandi eru nokkur atriði sem spila inn í valið á þátttakanda.

-Sú þekking sem af viðburðunum hlýst þarf að nýtast þeim einstaklingi sem það sækir og félaginu í heild.
-Einstaklingurinn þarf að vera virkur sjálfboðaliði og/eða starfsmaður innan félagsins, þekkja stefnu þess og starf og bera hag þess fyrir brjósti.
-Valið byggir að mestu leyti á þeirri umsókn sem umsækjendur skila inn. Gæði umsóknar og vandvirkni við vinnslu hennar skipta miklu máli.
-Reynt er að kynna sér einstaklinginn með því að spyrjast fyrir um hann.
-Þekking, reynsla eða sérstakur áhugi á því sem námskeiðið fjallar um er ávallt plús.

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum hafið samband við Hildi Björgu með tölvupósti á hbg18@hi.is

Umsókn um þátttöku á námskeiðinu

[form utlond]