Fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála verður haldið 7. mars kl. 19.30 – 21.00 í sal yngri deildar Varmárskóla, Mosfellsbæ.

Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur EKKI MEIR. EKKI MEIR er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn. Það sem Kolbrún fjallar um er:

Staðarmenningin og starfsfólkið

Forvarnir gegn einelti á vinnustöðum

Birtingamyndir eineltis

Þolandinn/gerandinn, aðstæður og persónueinkenni

Afleiðingar eineltis á sjálfsmyndina

Viðbrögð við kvörtun um einelti, vinnsla málsins frá tilkynningu til málaloka

Helstu mistök í eineltismálum

Á erindinu er Aðgerðaáætlun Æskulýðsvettvangsins gegn einelti og annarri óæskilegri hegðan dreift sem og eineltis veggspjaldi. Á erindinu er jafnframt hægt að nálgast bókina EKKI MEIR á kostnaðarverði.

Léttar kaffiveitingar í boði.

Allir velkomnir.