Æskulýðsvettvangurinn (ÆV) samstarf Ungmennafélags Íslands, KFUM og KFUK á Íslandi, Bandalagi íslenskra skáta og Slysavarnarfélagsins Landsbjörg stendur að fræðsluerindum um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála í tengslum við Aðgerðaáætlun Æskulýðsvettvangsins gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun.
Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og höfundur EKKI MEIR. EKKI MEIR er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn. Það sem Kolbrún fjallar um er:
- Staðarmenningin og starfsfólkið.
- Forvarnir gegn einelti á vinnustöðum, skólum og í félögum.
- Birtingamyndir eineltis.
- Þolandinn/gerandinn, aðstæður og persónueinkenni.
- Afleiðingar eineltis á sjálfsmyndina.
- Viðbrögð við kvörtun um einelti, vinnsla málsins frá tilkynningu til málaloka.
- Helstu mistök í eineltismálum.
Fræðsluerindin verða haldin eins og hér segir:
- Akranes, fimmtudagur 28. febrúar kl. 19.30 – 21.00 að Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum.
- Mosfellsbær, fimmtudagur 7. mars kl. 19.30 – 21.00 í sal yngri deildar Varmárskóla.
- Garðabær, fimmtudagur 21. mars kl. 19.30 – 21.00 í Stjörnuheimilinu.
- Kópavogur, óstaðfest.
- Sauðárkrókur, fimmtudagur 4. apríl kl. 17.00 – 18.30 í Húsi frítímans.
Léttar kaffiveitingar í boði.