Þriðjudagskvöldið 26. febrúar verður haldinn AD KFUK fundur í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 kl. 20.

Efni fundarins að þessu sinni verður: Viðhorf ungs fólks til trúar og trúarbragða.

Dr. Gunnar Jóhannes Gunnarsson kynnir niðurstöður úr nýlegri rannsókn og hefur hugvekju.

Kaffi og kaffiveitingar í lok fundar.

Allar konur eru hjartanlega velkomnar.

 

.