Nú um helgina var landsmót unglingadeilda KFUM og KFUK haldið í Vatnaskógi. Ríflega 130 manns koma á landsmótið þar sem boðið var upp á fjölbreytta og frábæra dagskrá undir stjórn Unnar Rúnar Sveinsdóttur og Hákons Arnars Jónssonar. En þau sáu um mótsstjórn.
Dagskrá laugardagsins var sérstaklega spennandi en þátttakendum var skipt í 5-6 manna hópa sem þróuðu og skipulögðu möguleg hjálparstarfsverkefni sem þau hönnuðu sjálf. Verkefnin voru jafn fjölbreytt og hóparnir. Þannig skipulagði einn hópur sölutjöld á stórviðburðum, þar sem ágóðinn rynni til að bæta vatnsgæði í heiminum. Annar hópur skoðaði og velti upp spurningum um ferlimál og aðkomu fatlaðra. Fjáraflanir fyrir brunnagerð í Afríku var áhugasvið einhverra. Risatónleikar í London sem á að senda út í kvikmyndahús um allan til stuðnings fórnarlamba skógarelda í Ástralíu var skoðað. Þá var kynnt hugmynd um alþjóðlegan hjóladag og að semja rapplag til stuðnings hátæknisjúkrahúss í Reykjavík. Hugmyndir um söfnun fyrir björgunarsveitir á Íslandi, fátæk börn í Rió í Brasilíu og Barnaspítala Hringsins voru einnig þróaðar. Eitt verkefnið snerist um að gleðja þátttakendur á landsmótinu sjálfu með því að „gefa fimmu“ og svo mætti lengi telja hin margvíslegu verkefni sem þróuð voru.
Það verkefni sem vakti þó mesta hrifningu dómnefndar var hjálparstarfsverkefni á köldustu svæðum Síberíu, sem bar heitið „Ull fyrir kalda“ og snýst um að útbúa og safna ullarvörum til að senda til Síberíu til að hjálpa fólki sem búa við mikla vetrarkulda.
Margt fleira var til gamans gert á mótinu, boðið var upp á diskótek og kvöldvökur, keppnir í íþróttahúsi, heita pottar og guðsþjónustu, góðan mat og frábæran félagsskap.
Við á æskulýðssviði þökkum öllum sem lögðu hönd á plóg og sköpuðu einstaka helgi.
- Ljósmyndir frá Landsmóti unglingadeilda.
- Osom blaðrið (pdf) – blað um nokkur af verkefnunum sem unnið var að á laugardegi.
- Töfrabrögð á kvöldvöku.
Facebook síður fyrir verkefni á landsmóti unglingadeilda:
- https://www.facebook.com/pages/Aðkoma-og-ferðaþjónusta-fatlaðra/566795180011034
- https://www.facebook.com/pages/Carnival-of-osomness/114966858687222
- https://www.facebook.com/pages/Alþjóðlegi-hjóladagurinn/116160608567077