Umfjöllunarefni á AD KFUM fundinum fimmtudaginn 21. febrúar verður fylkið Minnesota í Bandaríkjunum. Fundurinn verður á Holtavegi 28 og hefst kl. 20. Páll Skaftason segir frá dvöl sinni í Minnesota, kirkjustarfi ofl. Stjórn fundarins er í höndum Guðmundar Inga Leifssonar fyrrverandi fræðslustjóra og sr. Jón Ómar Gunnarsson flytur hugvekju. Kaffi og kaffiveitingar í lok fundar. Allir karlar eru hjartanlega velkomnir.