Víkurskóli í Grafarvogi

Vegna mikillar eftirspurnar  eftir auknu kristilegu barna- og æskulýðsstarfi í Grafarvogi, hafa Grafarvogssöfnuður og KFUM og KFUK tekið höndum saman um aukið starf fyrir börn og ungmenni. Starfsstöðvum í hverfinu verður fjölgað og um leið bryddað upp á ýmsum nýjungum. Fyrsta nýja starfsstöðin verður í húsnæði Víkurskóla og byrjað með 6-9 ára starf á þriðjudögum kl. 17-18.

Dagskráin í Víkurskóla verður eftirfarandi:

  • 19.febrúar – Leikir og fjör
  • 26.febrúar – Orrusta
  • 5.mars – Náttfatapartý
  • 12.mars – Ratleikur
  • 19.mars – Fáránleikar
  • 2.apríl – Föndur