Sunnudaginn 17. feb. stóð unglingadeild Glerárkirkju og  KFUM og KFUK á Akureyri fyrir bingói í fjáröflunarskyni fyrir Evrópuhátíð KFUM í Prag. Þangað stefnir 15 manna hópur frá Akureyri og unglingarnir með aðstoð foreldra söfnuðu bingóvinningum og undirbjuggu veitingar til að selja í hléi. Aðsóknin var ljómandi góð en ríflega 120 manns komu saman til að spila bingóog söfnuðust rétt tæp tvö hundruð þúsund krónur í ferðasjóð fyrir Akureyrarhópinn. Í vetur hafa unglingarnir verið duglegir við að safna fyrir ferðinni og jafnframt hefur hópurinn fengið styrki frá Kvenfélaginu Baldursbrá og Norðurorku. Það er mikil eftirvænting enda spennandi tilhugsun að fá að vera hluti af þeim stóra hóp sem leggur upp í ferð frá Íslandi næsta sumar til þátttöku í stærstu Evrópuhátíð KFUM, fyrr og síðar.