Untitled

Landsmót unglingadeilda KFUM og KFUK verður haldið í Vatnaskógi 22.-24. febrúar. Yfirskrift mótsins að þessu sinni er „Osom“. En á mótinu munum við fræðast um og ræða um hversu stórkostlegur Guð er, hvernig við megum gleðjast yfir að vera dýrmæt sköpun og á hvaða hátt við getum tekið þátt í verki Guðs á jörðu.

Dagskrá mótsins er skipulögð af starfsfólki í æskulýðssviðs í samvinnu við leiðtoga í unglingastarfi KFUM og KFUK.

Verð á mótið er 10.900 krónur og er innifalið í því, ferðir hvaðanæva að á landinu, öll dagskrá, gisting og matur.