Stúlkur úr YD KFUK starfinu í Lindakirkju

Það var fjörugur hópur 47 barna sem mætti til leiks á árlegt brennómót yngri deilda KFUM og KFUK í dag, sunnudaginn 10. febrúar. Þessar þrjár stelpur frá KFUK starfinu í Lindakirkju létu sitt ekki eftir liggja.

Eftir skemmtilegan dag stóð liðið „United“ frá KFUM í Keflavík uppi sem sigurvegarar. En sjá má myndir frá mótinu á slóðinni http://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157632738152006/.