Hinn árlegi Hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK verður haldinn í húsi félagsins að Holtavegi 28 í Reykjavík þriðjudaginn 12. febrúar.

Þá verða nýir félagar boðnir sérstaklega velkomnir við glæsilega og hátíðlega athöfn.

Húsið opnar kl. 18.30 með fordrykk. Á meðan á fordrykk stendur mun Katla Þórarinsdóttir sýna loftfimleika. Borðhald hefst kl. 19.00. Karlakór KFUM mun syngja nokkur lög. Jóhanna Elísa Skúladóttir ásamt litlum kór mun flytja lagið You Raise Me Up, en hún keppti með það lag í söngvakeppni Menntaskólans í Reykjavík á dögunum. Magnea Sverrisdóttir flytur hugleiðingu. Veislustjórn verður í höndum Höllu Gunnarsdóttur og Hjördísar Kristinsdóttur.

 

 

Matseðill kvöldsins er eftirfarandi:

Forréttur: Rjómalöguð sveppasúpa

Aðalréttur: Lambaprime með meðlæti og piparsósu

Eftirréttur: Marengsterta og kaffi

 

Skráning er hafin og er skráningarfrestur til og með 8. febrúar (netskráning stendur til miðnættis 10. febrúar). Hægt er að skrá sig á heimasíðu félagsins http://skraning.kfum.is/Event.aspx?id=11. Einnig er hægt að hringja í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 til að skrá sig.
Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta og eiga saman notalega kvöldstund og taka vel á móti nýjum félögum.