Alþjóðaráð KFUM og KFUK hvetur kvenleiðtoga og aðrar áhugasamar ungar konur innan félagsins að sækja um námskeið sem Evrópusamband KFUK heldur í samstarfi við Evrópuráðið í Strasbourg, Frakklandi í maí.

Nafn viðburðar: European Young Women Advocating for Human Rights and Equality
Skipuleggjandi: Evrópusamband KFUK (European YWCA)
Dagsetning: 5. – 11. maí 2013
Staðsetning: European Youth Center í Strasbourg, Frakklandi
Fjöldi fulltrúa frá KFUM og KFUK á Íslandi: 1 – 2 kvenkyns
Kostnaður sem fellur á þátttakanda: 100 evrur í þátttökugjald ásamt 10.000 kr. umsýslukostnaði, samtals um 27.000 kr.
Aldurstakmörk: 18 – 30 ára.
Nánari upplýsingar:
Evrópusamband KFUK heldur árlega námskeið til að efla ungar evrópskar konur. Á hverju námskeiði er lögð áhersla á málefni kvenna, jafnrétti kynjanna og mannréttindi. Í vor verður námskeiðið haldið í Strasbourg og þátttakendur sameinaðir undir yfirskriftinni: „European Young Women Advocating for Human Rights and Equality”. Á námskeiðinu í ár fá þátttakendur m.a. tækifæri á því að auka þekkingu sína í málefnum tengdum konum með áherslu á mannréttindi og jafnrétti og kynnast bæði starfi KFUK og KFUK konum víðs vegar að úr Evrópu.

Þátttökugjald upp á 100 € fellur á þátttakanda ásamt 10.000 kr. umsýslukostnaði. Ferðakostnaður til og frá Strasbourg ásamt fæði og gistingu er endurgreitt af Evrópusambandinu.

ATH! Umsónarfrestur rennur út mánudaginn 18. febrúar.

Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi mun fara yfir umsóknirnar og velja úr. Allir umsækjendur verða látnir vita hvort þeir hafi komist að eða ekki. Að lokum mun KFUM og KFUK sækja um að fá að senda viðkomandi einstaklinga á námskeiðið.
Þegar farið er í gegnum umsóknir sem berast fyrir þátttöku á viðburðum erlendis á vegum Alþjóðaráðs KFUM og KFUK á Íslandi eru nokkur atriði sem spila inn í valið á þátttakanda.

-Sú þekking sem af viðburðunum hlýst þarf að nýtast þeim einstaklingi sem það sækir og félaginu í heild.
-Einstaklingurinn þarf að vera virkur sjálfboðaliði og/eða starfsmaður innan félagsins, þekkja stefnu þess og starf og bera hag þess fyrir brjósti.
-Valið byggir að mestu leyti á þeirri umsókn sem umsækjendur skila inn. Gæði umsóknar og vandvirkni við vinnslu hennar skipta miklu máli.
-Reynt er að kynna sér einstaklinginn með því að spyrjast fyrir um hann.
-Þekking, reynsla eða sérstakur áhugi á því sem námskeiðið fjallar um er ávallt plús.

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum hafið samband við Sólveigu með tölvupósti á solvreyn(hjá)hotmail.com

Umsókn um þátttöku í ráðstefnunni

[form utlond]