Fimmtudaginn 31. janúar verður AD KFUM fundur á Holtavegi 28 kl. 20:00.
Fjallað verður um nýjar aðferðir til að ná til barna og tengja kynslóðir.
Stjórn fundarins er í höndum Ársæls Aðalbergssonar.
Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson hefur umsjón með fundinum og flytur hugvekju.
Kaffi og kaffiveitingar í lok fundar.
Allir karlar eru hjartanlega velkomnir.