Um 100 þátttakendur frá Íslandi stefna að þátttöku á Evrópuhátíð KFUM í ágúst næstkomandi.
Hópar frá Akureyri, Reykjanesbæ, Grindavík, suðurlandi og af höfuðborgarsvæðinu munu taka þátt í fjölbreytilegri hátíð í Prag, Tékklandi frá 4.-10. ágúst. Enn er pláss fyrir fleiri og ljóst að hér er um að ræða upplifun sem engin(n) ætti að missa af. Verð í forsölu með ferðum frá Íslandi er 169.900 krónur. Forsölu miða á hátíðina lýkur 30. janúar.

Nánari upplýsingar eru á slóðinni:
http://www.kfum.is/evropuhatid2013/.