Fundur verður fimmtudaginn 24. janúar í Aðaldeild KFUM.
Efni fundarins verður KFUM í Evrópu í umsjá Birgis Ásgeirssonar. Birgir er í stjórn KFUM í Evrópu. Sr Jón Dalbú Hróbjartsson mun flytja hugvekju. Tómas Torfason mun stjórna fundinum. Allir karlmenn velkomnir.