Nú í vikunni er æskulýðsstarf KFUM og KFUK að fara af stað aftur eftir jólafrí. Fundir vikunnar hafa verið vel sóttir í mörgum deildum. Aðrar deildir eru að fara af stað með ýmsa leiki til að auka fjölda barnanna.  Við í félaginu erum afar þakklát sjálfboðaliðunum fyrir að gefa af tíma sínum, kærleika og þjónustu. Dagskrár deildanna eru fjölbreyttar og spennandi og ættu að höfða til allra barna og unglinga.

Sú nýjung er í deildarstarfinu fram á vor, að einum heppnum einstakling úr hverri YD deild gefst kostur á að vinna fría sumarbúðadvöl í verðlaun. Því oftar sem þátttakandi mætir á fund aukast vinningslíkurnar.