Sunnudaginn 6. janúar verður fyrsta sunnudagssamkoman á nýju ári haldin í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 kl. 20.

Yfirskrift kvöldsins er: Ljós í myrkrinu (Jes. 60:1-6). Dýrð Drottins skín í myrkum heimi.

Ræðumaður kvöldsins er Ólafur Jóhannsson.

Bjarni Gunnarsson og sönghópur munu stjórna samkomunni og leiða söng.

Allir hjartanlega velkomnir.