Kæru félagsmenn og aðrir lesendur.

Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK óskar ykkur og ástvinum ykkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með von um að þið eigið gleðiríka jólahátíð og njótið Guðs blessunar.
Deildarstarf æskulýðssviðs hefst að nýju mánudaginn 14. janúar 2013. Fyrsti AD KFUK fundur á nýju ári verður þriðjudaginn 8. janúar kl. 20 og fyrsti AD KFUM fundurinn á nýju ári verður fimmtudaginn 17. janúar kl. 20. Nýtt tölublað Fréttabréfs KFUM og KFUK ásamt Dagskrá fyrir vorið 2013 hefur nú verið sent til allra félagsmanna í pósti. Einnig er öllum velkomið að sækja eintök af hvoru tveggja í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík milli kl. 9 og 17 virka dag. Minnum einnig á að Þjónustumistöðin verður lokuð fimmtudaginn 27. desember og föstudaginn 28. desemeber.
Gleðileg jól!