Að vera sjálfboðahreyfing er það sem gerir KFUM og KFUK að þeirri einstöku og sérstöku hreyfingu sem hún vissulega er. Á hverjum degi, allt frá stofnun KFUM í London, hefur skuldbinding og framtíðarsýn milljóna sjálfboðaliða á heimsvísu hjálpað okkur að ná markmiðum og breyta lífum fólks.
KFUM og KFUK hreyfingin er þakklát fyrir dagleg störf allra þeirra sjálfboðaliða sem sitja í stjórnum, ráðum og nefndum félagsins. Eins er hreyfingin þakklát fyrir þá sem starfa á vettvangi, í uppbyggingu starfsstöðva, í deildarstarfi og í einstökum verkefnum. Án þeirra sem bjóða vinnu sína án endurgjalds, myndi KFUM og KFUK ekki vera það þjóðfélagsafl sem hreyfingin vissulega er. Sjálfboðaliðar í starfi KFUM og KFUK taka virkan þátt í að umbreyta öllu samfélaginu til hins betra með framlagi sínu.
Líkt og á hverju ári, fögnum við degi sjálfboðaliðans. Fyrir hönd KFUM í Evrópu, vil ég þakka öllum sjálfboðaliðum, á öllum aldri, hvaða hlutverk sem þeir hafa. Og munum að þakka á hverjum degi fyrir þátttöku og skuldbindingu allra þeirra sem leggja sitt af mörkum til að styrkja hreyfinguna okkar hér í Evrópu.
Kærar þakkir!
Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig. Mt 25.35
Juan Simoes Iglesias
Framkvæmdastjóri KFUM í Evrópu