Fimmtudaginn 6. desember verður sameiginlegur aðventufundur AD KFUM og AD KFUK.
Fundarstjóri er Sigurbjörn Þorkelsson.
Auður Pálsdóttir formaður KFUM og KFUK fer með upphafsorð, ritningarlestur og bæn.
Karlakór KFUM og KFUK mun taka lagið undir stjórn Laufeyjar Geirlaugsdóttur.
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir flytur hugvekju á fundinum.
Góðar kaffiveitingar í lok fundar.
Allir hjartanlega velkomnir.