Fyrsta sunnudag í aðventu, sunnudagskvöldið 2. desember verður samkoma á Holtavegi 28 kl. 20.

Yfirskrift kvöldsins að þessu sinni er: Góða fyrirheitið rætist (Jer. 33:14-16). Að vita réttlætið sigra og góðan vilja Guðs ríkja.

Ræðumaður kvöldsins er Jón Ómar Gunnarsson.

Bjarni Gunnarsson og sönghópur munu stjórna samkomunni og leiða söng.

Allir hjartanlega velkomnir.