Minnum á að hinn árlegi og glæsilegi Basar KFUK verður haldinn í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 laugardaginn 1. desember kl. 14-17. Á boðstólnum verður fallegt og vandað handverk og gómsætar kökur, t.d. jólasmákökur, jafnvel hinar ómótstæðilegu sörur, bollur og tertur, sultur og marmelaði.
Á basardeginum verður hægt að kaupa nýbakaðar vöfflur, kaffi og kakó á vægu verði.
Basarinn er mikilvæg fjáröflun fyrir starfsemi KFUM og KFUK og allur ágóði af honum rennur til starfs félagsins.
Tekið er við gjöfum og kökum á basarinn í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28, 26. – 29. nóvember frá kl. 9-17 og frá 9-21 föstudaginn 30. nóvember. Einnig er tekið við gjöfum frá hádegi laugardaginn 1. desember.
Allir eru hjartanlega velkomnir.