Þriðjudaginn 27. nóvember verður haldinn AD KFUK fundur í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 kl. 20.
Að þessu sinni verður fjallað um þjóðbúninga fyrr og nú. Konur frá Heimilisiðnaðarfélaginu koma í heimsókn og sýna fundargestum mismunandi gerðir af búningum og fjalla um handverkið.
Þær sem eiga þjóðbúning eru hvattar til að mæta í honum.
Kristín Sverrisdóttir flytur hugvekju. Kaffi og kaffiveitingar í lok fundar. Allar konur hjartanlega velkomnar.