Sunnudagskvöldið 25. nóvember verður haldin kvöldstund á Holtavegi. Yfirskrift kvöldsins að þessu sinni er: Ævin og eilífðin (Job. 14:1-6). Að sjá ábyrgð sína gagnvart Guði, þrátt fyrir smæð mannsins. Guðlaugur Gunnarsson mun flytja hugleiðingu kvöldsins og Gleðisveitin mun syngja og spila eins og henni er einni lagið. Allir hjartanlega velkomnir.