Námskeið fyrir æskulýðsfulltrúa, djákna, sóknarnefndarfólk og presta um sjálfboðaliða í starfi kirkjunnar og KFUM og KFUK, verður föstudaginn 30. nóvember í Vídalínskirkju í Garðabæ.

Yfirskrift námskeiðsins er Náðargjafir til góðs – um sjálfboðna þjónustu. 

Dagskrá

9.00  Mæting og morgunmatur
9.30  Bænajóga í umsjón Jónu Hrannar Bolladóttur sóknarprests
10.00 Hvers vegna vill fólk vera sjálfboðaliðar og af hverju ætti það að gefa kirkjunni tímann sinn? Dr. Haukur Ingi Jónasson prestur og sálgreinir
12.00 Hádegismatur
13.00 Hagnýtt utanumhald sjálfboðaliða í kirkjunni. Halldór Elías Guðmundsson, djákni og æskulýðsfulltrúi KFUM og KFUK á Íslandi.
15.00 Hamingjustund og námskeiðsslit

Námskeiðið er samstarfsverkefni KFUM og KFUK, ÆSKR, ÆSKÞ, ÆNK og Biskupsstofu. Skráning og frekari upplýsingar eru hjá Jóni Ómari hjá KFUM og KFUK. Þátttaka í námskeiðinu er leiðtogum í starfi KFUM og KFUK að kostnaðarlausu.