Þriðjudaginn 20. nóvember verður haldinn AD KFUK fundur á Holtavegi 28 kl. 20. Að þessu sinni verður prjónakaffi. Tökum prjónana með. Halla Jónsdóttir ræðir um efnið „Eftirbreytendur Krists“ og mun leiða fundargesti inn í umræður um það. Kaffi og kaffiveitingar í lok fundar. Allar konur eru hjartanlega velkomnar.