
KFUM og KFUK býður til sunnudagssamkomu í húsi félagsins við Holtaveg kl. 20:00, sunnudaginn 11. nóvember. Yfirskrift samkomunar er „Uppskeran er mikil! – Að eiga umhyggju Jesú gagnvart hinum þurfandi.“
Ræðumaður kvöldsins er Halldór Elías Guðmundsson, en hann mun tala um þakklæti, glimmer og uppfyllingu þarfa okkar í ljósi umhyggju Jesú Krists.
Þegar við missum sjónar af því hver við erum, hvers vegna við störfum, þá er einfaldlega hægt að stinga hendinni niður í pokann, taka upp handfylli af glimmerflygsum og kasta upp í loft. Skyndilega glitra störfin okkar og fólk flykkist að og þakkar okkur fyrir að gera vel. (Úr ræðu kvöldsins)
Hljómsveitin Tilviljun? mun spila, syngja og stjórna samkomunni.
Allir hjartanlega velkomnir!