AD KFUK þriðjudaginn 6. nóvember kl. 20: Lífið í Afríku

skrifaði|2012-11-06T14:54:50+00:006. nóvember 2012|

Þriðjudaginn 6. nóvember, verður haldinn fundur hjá AD KFUK í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 kl. 20.

Fundurinn ber yfirskriftina: Lífið í Afríku. 

Umsjón með fundinum hafa mæðgurnar Katrín Þ. Guðlaugsdóttir og Valgerður Gísladóttir. Þær dvöldu mörg ár í Eþíópíu við kristniboðsstörf og munu þær deila reynslu sinni af dvöl sinni þar.

Að loknum fundi verða léttar kaffiveitingar á boðstólum.

Allar konur eru hjartanlega velkomnar á fundinn.