Verndum þau – námskeiðin fjalla um hvernig bregðast skuli við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum. Boðið verður upp á tvö námskeið á Norðurlandi í lok október. Fyrra námskeiðið verður í Félagsborg á Hrafnagili 24. október kl. 17:30-20:30 og seinna námskeiðið verður 25. október kl. 16:30–19:30 í Dalvíkurskóla. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem koma að uppeldi barna og ungmenna. Farið verður yfir hvernig bregðast eigi við vanrækslu og/eða ofbeldi gegn börnum og unglingum. Námskeiðið er byggt á bókinni Verndum þau. Á námskeiðinu verður farið yfir:
- Tilkynningaskyldu starfsmanna sem vinna með börnum og unglingum.
- Líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu hvers konar.
- Úrræði sem í boði eru í samfélaginu fyrir börn og unglinga sem eru þolendur ofbeldis.
Kennarar námskeiðanna eru þær Ólöf Ásta Farestveit og Þorbjörg Sveinsdóttir, sem báðar hafa mikla reynslu af barnaverndarmálum.
KFUM og KFUK gerir kröfu um að allir starfsmenn og sjálfboðaliðar KFUM og KFUK sæki slíkt námskeið.
Skráning og upplýsingar í síma 868-3820 eða hjá umse@umse.is.
Allir velkomnir!