Í dag, þriðjudaginn 23. október, verður kynning á verkefninu í hinum vinsæla útvarpsþætti „Virkar morgnar“ á Rás 2. Umfjöllunin verður um kl. 9:30.
Annars er það að frétta að undirbúningur er í fullum gangi og þegar eru kassar farnir að berast til á skrifstofu KFUM og KFUK á Holtavegi 28.

Búið er er að uppfæra tengiliðalistann fyrir tengiliði verkefnisins úti á landi. Endanlegar upplýsingar eru komnar um flesta staðina en enn á eftir að koma nánari upplýsingar um nokkra staði.

Svo minnum við á Fésbókarsíðu verkefnisins: www.facebook.com/skokassar