AD KFUM fundur verður haldinn í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 kl. 20:00 fimmtudaginn 18. október.

Efni fundarins að þessu sinni verður: Endurgerð Austurstrætis 22.

Umsjón með fundinum hefur Gunnar Bjarnason húsasmíðameistari. Fundarstjóri er Ólafur Sverrisson og mun Dr. Pétur Pétursson flytja hugvekju.

Í lok fundar verður boðið upp á kaffi og kaffiveitingar.

Allir karlar hjartanlega velkomnir.