Þriðjudaginn 16. október verður haldinn fundur hjá AD KFUK kl. 20. Að þessu sinni verður fundurinn haldinn í Friðrikskapellu og ber hann yfirskriftina: Lífsins ganga.
Það kvöld gefst öllum konum tækifæri á því að taka þátt í heilsubóta- og altarisgöngu sama kvöldið.
Kl. 19:00 verður safnast saman við Perluna og þaðan genginn hringur um Öskjuhlíðina. Gott væri að hafa meðferðis vasaljós eða höfuðljós fyrir þær sem það eiga.
Kl. 20:00 verður helgistund með altarisgöngu í Friðrikskapellu við Valsheimilið í umsjá sr. Guðbjargar Jóhannesdóttur.
Að lokinni stund verða léttar kaffiveitingar á boðstólum. Allar konur hjartanlega velkomnar.