Þann 13. október 2012 munu milljónir manna á vegum Heimssambands KFUM koma saman til þess að setja nýtt heimsmet.

Heimsáskorun KFUM – 2012 „Skjótt´ á körfu” (e. „Hoop Springs Eternal“) er skipulögð til þess að fagna starfi KFUM um allan heim á sviði valdeflingar ungs fólks. KFUM félög um allan heim munu skipuleggja viðburði þar sem þátttakendum og öllum sem vilja verður boðið að skjóta á körfu. KFUM ætlar að setja nýtt heimsmet með því að safna saman fleira fólki en nokkurn tímann áður hefur verið gert til þess að skjóta á körfu í tilefni viðburðarins.

Á laugardeginum milli kl. 12:00-16:00 verða börn og unglingar í starfi KFUM og KFUK á Íslandi á ferðinni með færanlegar körfuboltakörfur af ýmsu tagi til að bjóða þeim sem vilja að taka þátt í deginum með því að skjóta á körfu.  Auk þess verða viðburðir fyrir börn og unglinga í deildarstarfinu um kl. 16:00, m.a. á við Sunnuhlíð á Akureyri, í KFUM og KFUK húsinu í Keflavík, í Hveragerðiskirkju og á Holtavegi 28 í Reykjavík.

Frétt um Heimsáskorunina á Sportrásinni á Rás 2.

Heimasíða Heimsáskorunar KFUM á ensku.

Heimsáskorun KFUM í Íslandi í dag
Frétt um Heimskorunina á Íslandi í dag á Stöð 2.

Fyrri frétt á heimasíðu KFUM og KFUK á Íslandi.