KvöldmáltíðFyrsti fundur „Pragdeildarinnar“ verður næsta sunnudag kl. 17 að Holtavegi 28 (gengið inn ofan við húsið). „Pragdeildin“ er KFUM og KFUK starf fyrir ungt fólk á aldrinum 15-17 ára.

Markmið deildarinnar verða tvíþætt. Annars vegar stefnum við að því að læra um mismunandi birtingarmyndir kristinnar trúar um allan heim og hins vegar stefnum við á að undirbúa þátttöku KFUM og KFUK á Íslandi í Evrópuhátíð KFUM í Prag á komandi sumri. Dagskrá deildarinnar er á:

http://www.kfum.is/vetrarstarf/unglingadeildir-fyrir-13-16-ara/holtavegur-pragdeildin/

Deildin er opin öllum á aldrinum 15-17 ára og það er alls ekki skilyrði að ætla að taka þátt í Evrópuhátíðinni næsta sumar.