Þriðjudaginn 9. október, verður haldinn fundur hjá AD KFUK í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 kl. 20. Fundurinn ber yfirskriftina: Ljúfir tónar sálmanna.  Sálmavinafélagið, skipað Helgu Vilborgu Sigurjónsdóttur, Bjarna Gunnarssyni og Rúnu Þráinsdóttur, fjallar um nokkra sálma og flytur þá.

Boðið verður upp á kaffi og kaffiveitingar í lok fundar.

Allar konur eru hjartanlega velkomnar á fundinn.