KFUM og KFUK ásamt Grensáskirkju bjóða upp á fræðslukvöld fyrir unglinga og foreldra um samfélagsmiðla á netinu með stuðningi Æskulýðssjóðs. Fræðslukvöldið er fyrir bæði unglinga og foreldra og verður haldið í Grensáskirkju fimmtudaginn 11. október kl. 19:15.

Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig við myndum tengsl í netheimum og hvað einkennir netsamskipti. Kallað verður eftir umræðum um hvort þörf sé á netsamskiptareglum fyrir unglinga og ef svo er, hvernig reglum. Þá verður rætt stuttlega um notkun félagasamtaka, sjálfboðaliða og starfsfólks í æskulýðsstarfi á samfélagsmiðlum og hvers þeir þurfi að gæta.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Halldór Elías Guðmundsson djákni og æskulýðsfulltrúi hjá KFUM og KFUK á Íslandi.